Fréttir
  • Snjómokstur
  • Umferðin í janúar

Sama umferð í janúar í ár og í fyrra

engar breytingar í umferðinni frá því fyrir ári síðan

3.2.2015

Umferðin í nýliðnum janúarmánuði á Hringveginum reyndist sú sama og í janúar fyrir ári. Ómögulegt er þó að spá fyrir um þróunina næstu mánuði, þar sem fyrstu mánuðir ársins hafa verið breytilegir frá ári til árs.

Umferðin í janúar

Segja má að umferðin í janúar 2015, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, hafi verið tíðindalítil borin saman við sama mánuð árið 2014 því hún reyndist sú sama. Minniháttar samdráttur varð í mælipunkti um Suðurland og á höfuðborgarsvæðinu en lítilsháttar aukning varð aftur á móti um önnur landssvæði. Mest jókst umferðin um mælisnið á Austurlandi eða um 2,9%. Til að setja nýliðna janúarumferð í sögulegt samhengi þá varð hún heldur minni núna en í janúar á árunum 2008 - 2010 en aftur á mót mun meiri en árin 2012 og 2013. Aldrei hefur mælst eins mikil umferð í janúar eins og gerðist árið 2009.

Samanb-januar
Eins og sést á meðfylgjandi töflu þá reyndist aukning milli janúarmánaða 2013 og 2014 vera sú sama og raunin varð fyrir allt síðasta ár. Hvort slíkt verður upp á teningnum í ár skal ósagt látið þ.e.a.s. fyrstu mánuðir hvers árs hafa, hingað til, ekki þótt gefa nægilega traustan grunn til að spá fyrir um umferð út árið.